Almannarómur – Miðstöð máltækni
Almannarómur er stofnaður í kringum þrjú megin markmið:
- Að tryggja að íslenska standi jafnfætis öðrum tungumálum í tækniheiminum.
- Að vernda íslenska tungu.
- Að stuðla að aðgengi almennings og atvinnulífs að nauðsynlegri tækni.
Almannarómur er miðstöð máltækni, samkvæmt samningi við menningar- og viðskiptaráðuneytið. Almannarómur ber ábyrgð á framkvæmd máltækniáætlunar stjórnvalda. Miðstöðin er óháð sjálfseignastofnun.
Við framkvæmd máltækniáætlunar er annars vegar lögð áhersla á hagnýtingarverkefni sem gera íslenskumælandi tækni öllum aðgengilega og hins vegar á áframhaldandi þróun þeirra innviða sem til þess þarf, í samstarfi við vísindafólk, stofnanir og fyrirtæki, innalands sem utan.