Þín íslenska er málið

Almannarómur vinnur að því markmiði að tryggja að almenningur, stofnanir og fyrirtæki geti nýtt nýjustu tækni á íslensku. Með þessu styrkjum við tungumálið og eflum stöðu allra þeirra sem nota íslensku í leik eða starfi.

Þín íslenska er málið

Almannarómur er að safna orðaforða úr íslensku atvinnulífi til að stækka Risamálheildina, sem er lykillinn að því að kenna tækninni íslensku. Lestu nánar um verkefnið og hvernig þú og þinn vinnustaður geta tekið þátt.

Sjá verkefni

Almannarómur – Miðstöð máltækni

Almannarómur er stofnaður í kringum þrjú meginmarkmið:

  • Að tryggja að íslenska standi jafnfætis öðrum tungumálum í tækniheiminum.
  • Að vernda íslenska tungu.
  • Að stuðla að aðgengi almennings og atvinnulífs að nauðsynlegri tækni.

Almannarómur er miðstöð máltækni, samkvæmt samningi við menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið. Til að fylgja íslensku inn í framtíðina er unnið samkvæmt metnaðarfullri Máltækniáætlun stjórnvalda og sér stofnunin um framkvæmd hennar. Almannarómur er óháð sjálfseignarstofnun.

Við framkvæmd máltækniáætlunar er annars vegar lögð áhersla á hagnýtingarverkefni sem gera íslenskumælandi tækni aðgengilega og hins vegar á áframhaldandi þróun þeirra innviða sem til þess þarf, í samstarfi við vísindafólk, stofnanir og fyrirtæki, innan lands og utan.

  • 0,1
    milljónum orða safnað í íslenska Risamálheild Árnastofnunar
  • 0,1
    milljónir setninga lesnar inn í Samróm
  • 1
    máltækniverkefni styrkt á árinu 2025