Upplýsingagjöf til almennings og stjórnvalda
Almannarómur hefur ríka upplýsingaskyldu gagnvart almenningi og stjórnvöldum. Frá upphafi máltækniverkefnisins hefur Almannarómur því skilað fjölda stöðuskýrslna, vörðuskýrslna, minnisblaða og greinargerða til menningar- og viðskiptaráðuneytis og áður til mennta- og menningarmálaráðuneytis. Þessar skýrslur hafa ýmist verið ritaðar af Almannarómi, óháðu fagráði sem er skipað erlendum sérfræðingum á sviði máltækni, eða rannsóknar- og þróunarhópinum SÍM (Samstarf um íslenska máltækni).

Rannsóknar- og þróunarhópurinn SÍM skilar Almannarómi skýrslum um stöðu og framgang máltækniverkefnisins mánaðarlega, í samræmi við samning um framkvæmd verkefnisins. Þessum skýrslum er skilað til menningar- og viðskiptaráðuneytis.
Stöðuskýrslur sem sendar voru til menningar- og viðskiptaráðuneytis má nálgast hér.
Vörðuskýrslur
Rannsóknar- og þróunarhópurinn SÍM skilaði Almannarómi vörðuskýrslum reglulega á samningstíma fyrstu máltækniáætlunar. Óháð fagráð, sem skipað er erlendum sérfræðingum í máltækni, rýndi vörðuskýrslur og skilaði að því loknu úttekt til Almannaróms. Vörðuskýrslur eru því hvoru tveggja á íslensku og ensku.
Þar var farið yfir framgang verkefna fyrstu máltækniáætlunar og hann borinn saman við mælanleg markmið samnings Almannaróms og SÍM. Vörðuskýrslum og skýrslum fagráðs var skilað til menningar- og viðskiptaráðuneytis.