Þín íslenska er málið

Miðstöð máltækni
Frá árinu 2014 hefur Almannarómur búið íslenska tungumálinu framtíð í tækni. Nú leggjum við af stað með átak og biðlum til íslenska atvinnulífsins að taka þátt í því með okkur. Átakið miðar að því að stækka risamálheildina, miðlæga grunnstoð máltækni á íslensku.
Hvernig virkar átakið?
„Þín íslenska er málið“ er heimildasöfnun um íslenskunotkun fyrirtækja landsins. Við viljum bæta við risamálheildina raunsannri mynd af þeirri íslensku sem notuð er í atvinnulífinu. Það mun styrkja stoðir tungumálsins okkar á sama tíma og það stuðlar að bættri íslenskugetu tæknilausna framtíðarinnar.
Til að taka þátt skráir þú þitt fyrirtæki eða vinnustað hér að neðan. Þú sem fulltrúi vinnustaðar skrifar rafrænt undir afhendingarsamning og getur svo hlaðið upp þeim heimildum sem þið kjósið að deila fyrir átakið.
Hvernig tek ég þátt?
Með því að skrá þig og þitt fyrirtæki hér að neðan. Þú sem fulltrúi fyrirtækisins skrifar rafrænt undir afhendingarsamning og getur svo hlaðið upp þeim heimildum sem veita á til verkefnisins í gáttina.
Heimildagátt
Taktu þátt í að búa tungumálinu framtíð í tækni. Þín íslenska er málið.
Markmið Almannaróms eru að tryggja að íslenskan verði jafnoki annarra tungumála í stafrænni þróun og að fyrirtæki og almenningur hafi aðgang að máltækni á íslensku. Þannig búum við íslenskunni framtíð í tækni.


























