Heimildagátt

Hvernig virkar átakið?

Frá árinu 2014 hefur Almannarómur búið íslenska tungumálinu framtíð í tækni. Nú leggjum við af stað með átak og biðlum til íslenska atvinnulífsins að taka þátt í því með okkur. Átakið miðar að því að stækka Risamálheildina, miðlæga grunnstoð máltækni á íslensku.

„Þín íslenska er málið“ er heimildasöfnun um íslenskunotkun fyrirtækja landsins. Við viljum bæta við risamálheildina raunsannri mynd af þeirri íslensku sem notuð er í atvinnulífinu. Það mun styrkja stoðir tungumálsins okkar á sama tíma og það stuðlar að bættri íslenskugetu tæknilausna framtíðarinnar.

Til að taka þátt skráir þú þitt fyrirtæki eða vinnustað hér að ofan. Þú sem fulltrúi vinnustaðar skrifar rafrænt undir afhendingarsamning og getur svo hlaðið upp þeim heimildum sem þið kjósið að deila fyrir átakið.

Hvernig tek ég þátt?
Með því að skrá þig og þitt fyrirtæki hér að neðan. Þú sem fulltrúi fyrirtækisins skrifar rafrænt undir afhendingarsamning og getur svo hlaðið upp þeim heimildum sem veita á til verkefnisins í gáttina.

Markmið Almannaróms eru að tryggja að íslenskan verði jafnoki annarra tungumála í stafrænni þróun og að fyrirtæki og almenningur hafi aðgang að máltækni á íslensku. Þannig búum við íslenskunni framtíð í tækni.

Leiðbeiningar og nánari upplýsingar

Til að taka þátt í heimildasöfnun Almannaróms skráir þú þitt fyrirtæki eða vinnustað á síðu heimildagáttarinnar: https://almannaromur.is/thin-islenska-er-malid. Allar upplýsingar má finna á síðunni eða hér undir.

Hvernig heimildir?

Það er í höndum þín og þíns fyrirtækis eða vinnustaðar að taka ákvörðun um hvaða heimildir (textagögn) þið leggið til átaksins og þar með í Risamálheild Árnastofnunar. Athugið að gögnin mega vera af öllum helstu skráargerðum s.s. PDF, PowerPoint, Word ofl.

Engin viðkvæm gögn Mikilvægt er að heimildirnar teljist ekki viðkvæmar og er það alfarið á ábyrgð fyrirtækisins að tryggja að trúnaðargögn rati ekki í gáttina (sjá punkt nr. E hér undir varðandi eyðingu innsendra gagna).

Ferlið

Að hlaða inn skjölum er einfalt og fljótlegt ferli. Því fleiri heimildir sem fást í gáttina því betri verður útkoman.

  1. Þú, sem fulltrúi vinnustaðar, byrjar á að skrifa rafrænt undir afhendingarsamning.
  2. Þaðan ferðu í gegnum rafrænt ferli þar sem þú hleður upp þeim heimildum sem þið kjósið að deila.
  3. Loks þarf að staðfesta að gögnin séu ekki viðkvæm og að þau séu afhent með leyfi fyrirtækis eða stofnunar í Rismálheildina.
  4. Ferlinu er hér með lokið. Þú og þitt fyrirtæki eða vinnustaður hafið nú lagt íslenskunni lið og stutt við upbbyggingu Risamálheildar Árnastofnunar. Með því að stækka Risamálheildina og auðga orðaforða hennar getum við í sameiningu tryggt áframhaldandi máltækniþróun sem styður íslensku í tækni.

Samfélagsmiðlar: Segðu frá þátttökunni í „Þín íslenska er málið“

Fyrirtækið þitt eða vinnustaður getur óskað eftir samfélagsmiðlapakka sem efnivið til að segja frá heimildarsöfnuninni og ykkar þátttöku í þessu mikilvæga samfélagsverkefni. Til þess má hafa samband beint við teymið hjá Almannarómi (sendist á: [email protected]).

Í samfélagsmiðlapakkanum má finna bæði fallegt myndefni í réttum stærðum og tilbúna texta sem frjálst er að nota eða umorða eftir þörfum.

Algengar spurningar og svör

    • Á endanum verður svo til málheild fyrir átakið sem gefin er út undir opnum leyfum sem kallast CC by 4.0 (Creative Commons Attribution 4.0 International). Það þýðir að öllum er frjálst að nota málheildina.
    • Fræðast má nánar um málheildir Árnastofnunar á eftirfarandi hlekk: Íslenski málbankinn.
    • Öll gögn sem afhent eru í verkefnið verða hreinsuð að því leyti að fjarlægð eru HTML-merki, vefslóðir, kóðar og aðrir hlutir sem falla ekki undir náttúrulegan íslenskan texta.
    • Ekki er unnið með efni gagna og þau eru ekki hreinsuð af því sem talist gæti viðkvæmar upplýsingar. Því er sérstaklega mikilvægt að sendandi staðfesti að skjöl/gögn sem látin eru af hendi í átakinu innihaldi ekki viðkvæmar upplýsingar af neinum toga.
    • Aðeins starfsmenn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum munu hafa tæknilegan aðgang að þeim gögnum sem afhent verða í verkefnið og aðeins í þeim tilgangi að vinna þau eins og er lýst hér að framan. Tilgangurinn með gagnavinnslunni er að bæta orðaforða og málnotkun íslenskra fyrirtækja í okkar stóra orðasafn og auka þannig gæði þess og fjölbreytileika.
    • Nei, þegar textagögn eru unnin fyrir málheildir eru þau bútuð niður svo aðeins takmarkað samhengi megi sækja út frá hverju leitarskilyrði fyrir sig.
    • Risamálheild er uppfærð árlega og ef óskað er eftir því er hægt að fjarlægja gögn úr málheildum í nýjum uppfærslum en þau verða þó áfram í eldri útgáfum. Ekki er þó hægt að afturkalla öll gögn úr núverandi eða eldri útgáfum á málheildum.