
Hvernig virkar heimildasöfnun Almannaróms?
Tæknilegir innviðir íslenskrar máltækni efldir með heimildasöfnun úr atvinnulífinu

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, hefur fyrir hönd Almannaróms tekið við stöðu stjórnarformanns nýrrar gervigreindarmiðstöðvar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, New Nordics AI. Tilkynnt var um fyrstu stjórn miðstöðvarinnar í dag 19. desember 2025.

Miðstöð stafrænnar nýsköpunar á Íslandi (e. European Digital Innovation Hub) hefur hlotið styrk upp á rúmar 250 milljónir króna frá framkvæmdastjórn ESB. Almannarómur kemur nýr inn í næsta fasa verkefnisins sem hefst eftir áramót. Verkefnið verður leitt af Rannsóknamiðstöð Íslands – Rannís, í samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Auðnu tæknitorg og Almannaróm.





