Dagskrá
Máltæknitorg - Gróska - kl. 08:30-13:00
Allt frá spjallmennum til menntatækni til íslenskumælandi gervigreindar - á máltæknitorgi verður fjöldi fyrirtækja sem kynna tæknilausnir sem skilja og tala íslensku. Torgið verður í opna rýminu í Grósku og verður opið frá 08:30 - 13:00.
Morgunfundur - Gróska - kl. 09:00-10:45. Morgunkaffi á máltæknitorgi frá kl. 08:30.
Dagskrá fundar:
Ávarp ráðherra - Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra
Kannski, kannski ekki - Björgvin Ingi Ólafsson, meðeigandi Deloitte og formaður stýrihóps um máltækniáætlun 2, fjallar um stöðu máltækni á Íslandi í dag: Hvað er nú þegar hægt að gera og hvað er framundan?
Lærlingar seiðskrattans - Sverrir Norland, rithöfundur, hugleiðir hvaða afleiðingar innleiðing gervigreindar hefur á daglega tilveru okkar. Tekst vélinni að líkja á sannfærandi hátt eftir manninum eða er maðurinn kannski frekar farinn að líkja æ meira eftir vélinni? Og hver er við stjórnvölinn?
Hagnýt máltækni - hvert er hlutverk fyrirtækja og stofnana? - Ragnheiður H. Magnúsdóttir (Nordic Ignite) stýrir pallborðsumræðum meðal Ara Daníelssonar (forstjóra Origo), Lindu Heimisdóttur (framkvæmdastjóra Miðeindar), Loga Karlssonar (framkvæmdastjóra tæknisviðs Símans) og Sigríðar Mogensen (sviðsstjóra iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins).
Fundarstjóri er Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður stjórnar Almannaróms.
Að loknum morgunfundi fara fram tvær málstofur sem opnar eru öllum áhugasömum (ekkert skilyrði að hafa setið morgunfundinn líka!):
Málstofa: Höfundarréttur, gervigreind og listir
Parketið í Mýrinni, Grósku, kl. 11:15-12:30
Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi á LEX. Lára er meðal fremstu sérfræðinga landsins á sviði upplýsingatækniréttar, hugverkaréttar og persónuverndar og mun hún á málstofunni fjalla um helstu viðfangsefni tengd gervigreind og höfundarrétti í samhengi við listir á Íslandi í dag.
Í kjölfarið munu þau Vilhjálmur Þorsteinsson, stofnandi máltæknifyrirtækisins Miðeindar, Halldór Eldjárn listamaður og Halldór Armand rithöfundur ræða málin ásamt málstofugestum. Magga Dóra Ragnarsdóttir, stafrænn hönnunarleiðtogi hjá Mennsk ráðgjöf, stýrir umræðum.
Málstofa: Menntun og máltækni mætast
Parketið í Mýrinni, Grósku, kl. 13:00-14:30
Málstofan er haldin í samvinnu við HIM – Hugveitu um inngildandi menntatækni og Nýsköpunarstofu menntunar hjá Menntavísindasviði HÍ.
Fjallað verður um stafrænar lausnir og máltækni í þágu menntunar. Ólík verkefni verða skoðuð sem tengjast máltækni, menntatækni, hönnunarhugsun, stefnumótun og rannsóknum á sviði læsis, fjöltyngis og inngildingar í skólastarfi.
Erindi og umræður
Íslenskur námsorðaforði í rafrænar orðabækur Sigríður Ólafsdóttir, PhD dósent , Menntavísindasvið, Háskóli Íslands
Rúv.orð og fleiri verkefni tengd MEMM þróunarverkefni um móttöku og menntun barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn
Donata Honkowicz Bukowska, Mennta- og barnamálaráðuneyti
Í þessu saman: hvernig getum við skapað öryggi og fullgildi til að styðja betur fjöltyngdar fjölskyldur við íslenskunám?
Fanny Sanne Sissoko, þjónustuhönnuður Reykjavíkurborg
Ný tækifæri menntatæknifyrirtækja til inngildingar í skólakerfinu – lausnir og áhrif Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, Verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum Iðnaðarins
Lestur gegnum hlustun – námsefni með talgervilslestri
Anna Nikulásdóttir, framkvæmdastjóri Grammateks ehf.
Málstofustjóri: Hjörtur Ágústsson , Deildarstjóri, NýMið - Nýsköpunarmiðja menntamála, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar