Birna Ósk Einarsdóttir

Af hverju máltækni?

Birna Ósk Einarsdóttir

Meðlimur í stjórn Almannaróms.

„Ég er spenntust fyrir því hvernig tæknilausnir á íslensku með tauganetum geta gert heilbrigðisþjónustu, greiningar og annað skilvirkari. Held að þar gætu ótrúlegir hlutir gerst.

Framfarirnar sem við höfum þegar séð eftir fyrstu ár máltækniáætlunarinnar, með miklu betri innviðum og lausnum ofan á þá, gefa klárlega tilefni til bjartsýni. Svo finnst mér almennt að tækifærin í menntakerfinu, sérstaklega hjá yngstu nemendunum í að flétta góðri tækni og sterkri máltækni saman endalaus.

Við ætlum ekki að tapa íslenskunni í tækniumhverfi nútímans og því algjörlega nauðsynlegt að byggja sterka innviði til að þróa lausnir ofan á og í öðru lagi einmitt til að hægt sé að nýta þessa sterku innviði í alls kyns spennandi verkefni sem gera íslenskuna aðgengilegri á öllum sviðum lífs, atvinnulífs og þjónustu.“

Birna Ósk er framkvæmdastjóri sölu og þjónustusviðs Icelandair og hefur verið viðloðandi máltækni síðan hún sat í nefnd á vegum mennta- og menningarmálaráðherra sem fékk það verkefni fyrir um sex árum að gera fyrstu máltækniáætlunina fyrir íslenska tungu.