Mál- og raddtæknistofa HR hlýtur fimm alþjóðlega styrki

Mál- og raddtæknistofa Háskólans í Reykjavík hlaut á dögunum fimm styrki til tveggja ára úr erlendum rannsóknarsjóðum. Styrkirnir munu verða nýttir til að þróa áfram ýmis verkefni á sviði gervigreindar, máltækni og samskiptum manns og tölvu. Um er að ræða tvo styrki úr evrópsku „CEF-Telecom“ áætluninni og þrjá styrki úr „Markáætlun í tungu og tækni“.

Tölvustudd framburðarþjálfun á íslensku

Verkefnin sem um ræðir eru:

• National Language Technology Platform (NLTP).

• Microservices at your service: bridging the gap between NLP research and industry.

• Using Machine Learning Models for Clinical Diagnoses (Notkun vélnámslíkana fyrir klínískar greiningar).

• Spoken Dialogue Framework for Icelandic (Þróunarumgjörð fyrir íslensks samræðukerfi).

• Computer-Assisted Pronunciation Training in Icelandic (Tölvustudd framburðarþjálfun á íslensku).

Styrkirnir eru til tveggja ára.

Fara á síðu Mál- og raddtæknistofu HR. 

Mynd af síðu Mál- og raddtæknistofu, myndin er tekin við annað tilefni.