Á vísindavefnum Amazon Science er að finna grein um heimsókn sendinefndar Íslands til fyrirtækisins Amazon í sumar. Jafnframt eru kjarnaverkefnin fimm í máltækniáætlun Íslendinga útskýrð: talgreinir, talgerving, vélrænar þýðingar, sjálfvirkar leiðréttingar og málföng.
Máltækni er eitt af megin rannsóknar- og þróunarsviðum þessa stórfyrirtækis. Íslenska sendinefndin lét Amazon í té upplýsingar um þá opnu gagnagrunna sem hafa verið þróaðir samkvæmt máltækniáætlun fyrir íslensku.
Í greininni eru lesendur hvattir til að nýta sér þessi gögnin í sinni vinnu, enda séu þau „sterk tól sem henta vel til samvinnu á þessu sviði." Í greininni eru lesendur hvattir til að fylgjast með með þróuninni hér á landi, hér sé verið að stunda spennandi rannsóknir sem geti verið fleiri innblástur.
Amazon Science útskýrir tilgang ferðar íslensku nefndarinnar síðastliðið sumar, að hér sé verið að vinna að því hörðum höndum að vernda íslenska tungu í rafrænum heimi.