Úthlutun Skerfs styrkárið 2024

Sigurður Þórarinsson, nýsköpunar- og tæknistjóri Landspítala, tekur við hæsta styrk sem veittur var á styrkárinu 2024 fyrir hönd Landspítala.

Úthlutun Skerfs styrkárið 2024

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur lokið við úthlutun styrkja til hagnýtingar og innleiðingar íslenskrar máltækni fyrir styrkárið 2024. Styrkirnir, sem voru auglýstir undir heitinu Skerfur, eru hluti af máltækniáætlun 2. Alls voru 12 verkefni styrkt eða 52% umsókna.

Verkefnastjórn máltækniáætlunar, sem í sitja tveir fulltrúar Almannaróms og einn fulltrúi ráðuneytis menningarmála, gerði tillögur til ráðherra að styrkveitingum styrkársins 2024. Alls bárust verkefnastjórninni 23 umsóknir fyrir samtals rúmlega 193 m.kr. Til úthlutunar á styrkárinu voru 60 m.kr. skv. máltækniáætlun.

Allir styrkþegar ársins 2024 ásamt verkefnastjórn máltækniáætlunar.

Skerfur veitir styrki til verkefna sem fela í sér innleiðingu og/eða hagnýtingu á íslenskri máltækni í samræmi við máltækniáætlun 2. Styrkirnir eru ætlaðir til að styðja við þróun og innleiðingu hagnýtra endalausna sem byggja á máltækni. Styrkveiting er háð því að verkefni styðji við meginmarkmið máltækniáætlunar um að gera íslensku gjaldgenga í stafrænum heimi og stuðli að aukinni notkun á íslensku í tæknivörum og hugbúnaði.

Hér á eftir er yfirlit yfir verkefni sem hlutu styrk frá Skerfi fyrir styrkárið 2024:

  • Landspítali: Talgreining á samtölum við sjúklinga
    Styrkur: 14.590.000 kr.
  • Iris Edda Nowenstein: ALDA - máltækni fyrir talmeinafræðinga
    Styrkur: 7.000.000 kr.
  • Sundra ehf.: Sjálfvirk textun og þýðingar fyrir íslensk myndbönd
    Styrkur: 6.580.000 kr.
  • Ríkisútvarpið: Sjálfvirk textun beinna útsendinga
    Styrkur: 6.050.000 kr.
  • Grammatek: Ljóslestur fyrir talgervingarforritið Símaróm
    Styrkur: 5.062.000 kr.
  • Bara tala: Spjallmenni fyrir íslenskukennslu
    Styrkur: 4.750.000 kr.
  • Grammatek: Nýjar talgervilsraddir fyrir Símaróm
    Styrkur: 4.500.000 kr.
  • Hljóðbókasafn Íslands: MathCAT Íslands - hugbúnaður sem gerir talgreinum kleift að lesa STEM-formúlur
    Styrkur: 3.842.575 kr.
  • Miðeind: Málstaður - samantekt og einföldun á texta
    Styrkur: 2.250.000 kr.
  • Miðeind: Erlendur - þýðingarkerfi innleitt í kerfi Landspítala
    Styrkur: 2.250.000 kr.
  • KatlaCode: Sjálfvirknivæðing klínískrar kóðunar hjá Landspítala
    Styrkur: 2.000.000 kr.
  • Miðeind: Málrýnir innleiddur í ritstjórnarumhverfi RÚV
    Styrkur: 1.125.000 kr.