Wall Street Journal fjallar um áætlun stjórnvalda 

Telma Birgisdóttir, grunnskólakennari, var tekin tali nýlega fyrir netmiðil hins víðlesna Wall Street Journal.

Wall Street Journal fjallar um áætlun stjórnvalda 

„Nemendurnir sýna fram á vandamálið sem við stöndum frammi fyrir en eru lika lykillinn að lausninni. Þau alast upp við netið þar sem allt er á ensku. Allt sem þeim finnst skemmtilegt, leikir, Netflix, fyndin myndbönd á Youtube, allt þetta er á ensku. Íslenskan nýtist þeim ekki í þessum heimi.“

Telma Birgisdóttir, grunnskólakennari, var tekin tali nýlega fyrir netmiðil hins víðlesna Wall Street Journal. Þar er fjallað um baráttuna við stafrænan dauða íslenskunnar. Í greininni leiðbeinir Telma nemendum sínum varðandi það að lesa inn setningar á Samróm (samromur.is) en þær er mikilvægt framlag til gerðar íslenskra máltæknilausna.  

„Kveikið á iPadinum, farið inn á samromur.is, lesið upphátt textann sem birtist á skjánum. Gerið þetta koll af kolli og þá gerist eitthvað stórkostlegt. Tölvurnar læra að svara ykkur á íslensku. Einn daginn.“

Fylgst er með nemendum Telmu lesa inn setningar í gríð og erg, en heildarfjöldinn sem þau náðu að lesa inn var gríðarlegur, 130 þúsund alls. Gögnin verða notuð til að gera notendum tækni kleift að stýra tækjum með röddinni, skipta um rás á sjónvarpinu, texta um leið talað mál fyrir heyrnarskerta eða segja leiðsögninni til í bílnum án þess að sleppa hendi af stýrinu. Þau eru opin fyrir þá sem eru að þróa hugbúnað og tæknilausnir.

Lesa greinina