Íslenskt máltæknifólk áberandi á evrópskri ráðstefnu

Stór hluti íslenska máltæknisamfélagsins tók þátt og/eða átti grein á einum stærsta viðburði ársins fyrir málföng og máltækni í júní sl. Um var að ræða ráðstefnuna Language Resources and Evaluation Conference (LREC) í Marseille í Frakklandi. Frá Íslandi komu um 30 manns til þáttöku.

Ráðstefnan er haldin af samtökunum European Language Resources Association og var nú haldin í 13. skipti. Fulltrúar rannsókna- og þróunarhópsins SÍM (Samstarfs um íslenska máltækni) komu að mörgum greinum eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan. SÍM sér um mótun svokallaðra kjarnalausna í íslenskri máltækni, í samræmi við samning við Almannaróm.

Sjá nánar á https://lrec2022.lrec-conf.org/en/

  • Samrómur Children: An Icelandic Speech Corpus Carlos Daniel Hernandez Mena, David Erik Mollberg, Michal Borský and Jón Guðnason
  • Samrómur: Crowd-sourcing large amounts of data Staffan J. S. Hedström, David Erik Mollberg, Ragnheiður Þórhallsdóttir and Jón Guðnason
  • Developing a Spell and Grammar Checker for Icelandic using an Error Corpus Hulda Óladóttir, Þórunn Arnardóttir, Anton Ingason and Vilhjálmur Þorsteinsson
  • Evolving Large Text Corpora: Four Versions of the Icelandic Gigaword Corpus Steinþór Steingrímsson, Starkaður Barkarson and Hildur Hafsteinsdóttir.
  • A Warm Start and a Clean Crawled Corpus - A Recipe for Good Language Models Vésteinn Snæbjarnarson, Haukur Barri Símonarson, Pétur Orri Ragnarsson, Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir, Haukur Jónsson, Vilhjalmur Thorsteinsson and Hafsteinn Einarsson.
  • Natural Questions in Icelandic Vésteinn Snæbjarnarson and Hafsteinn Einarsson.
  • Pre-training and Evaluating Transformer-based Language Models for Icelandic Jón Daðason and Hrafn Loftsson.
  • Mean Machine Translations: On Gender Bias in Icelandic Machine Translations Agnes Sólmundsdóttir, Dagbjört Guðmundsdóttir, Lilja Björk Stefánsdóttir and Anton Ingason.
  • IceBATS: An Icelandic Adaptation of the Bigger Analogy Test Set Steinþór Steingrímsson, Hjalti Daníelsson, Steinunn Rut Friðriksdóttir and Einar Sigurdsson.

Á myndinni má sjá fulltrúa hugbúnaðarfyrirtækisins Miðeindar á ráðstefnunni.