Ný stjórn Almannaróms skipuð

Ný stjórn Almannaróms var skipuð nýverið. Stjórnin var kosin á aðalfundi fulltrúaráðs sem haldinn var í júní, en hana skipa Stefanía G. Halldórsdóttir, formaður, Birna Ósk Einarsdóttir, Björgvin Ingi Ólafsson, Guðmundur Freyr Magnús, Magga Dóra Ragnarsdóttir, Sigurður Nordal og Snævar Ívarsson.

Varamenn eru Pétur Þ. Óskarsson, Ragnheiður H. Magnúsdóttir og Sverrir Norland. Á fundinum var Örn Úlfar Sævarsson jafnframt kjörinn formaður fulltrúaráðs.

Almannarómur er sjálfseignarstofnun með fulltrúaráð sem hefur það hlutverk að fylgjast með rekstri og vera tengiliður milli stjórnar og þeirra aðila sem standa að stofnuninni.

 

Á myndinni eru, frá vinstri:

Snævar Ívarsson, Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Sverrir Norland, Birna Ósk Einarsdóttir, Stefanía G. Halldórsdóttir, Björgvin Ingi Ólafsson, Sigurður Nordal og Magga Dóra Ragnarsdóttir.