Magga Dóra

Af hverju máltækni?

Magga Dóra

„Móðurmálið er öflugt tól sem við notum til að forma allar okkar hugsanir. Ef íslenska á að geta verið móðurmál komandi kynslóða þá þarf hún að standa jafnfætis öðrum tungumálum í okkar tæknivædda heimi.

Í því leikur Máltækniáætlun og allt það frábæra starf í kringum hana lykilhlutverki. Nú er lag og ekki má tæpara standa.“

Magga Dóra er stafrænn hönnunarleiðtogi sem setur manneskjuna í forgrunn þegar tækni er hönnuð og þróuð. Hún hefur haft áhuga á íslenskri máltækni frá því í byrjun aldar þegar hún skrifaði meistaraverkefni sem fléttaði saman máltæknilausnir og flugumferðarstjórn.