Raddsýnum hefur fjölgað um hálfa milljón á fimm dögum

Eins og kom fram í frétt RÚV í dag hafa börn og ungmenni í grunnskólum landsins heldur betur lagt sitt af mörkum við að safna raddsýnum í raddsýnagagnagrunninn Samróm.

Á tæpri viku hefur fjöldi sýna farið úr um 320.000 sýnum í um 847.000 sýni. Sýnunum hefur fjölgað um hálfa milljón á fimm dögum.

Lestrarkeppni grunnskólanna 2021 var sett af stað á mánudaginn í Fellaskóla, af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands og Elizu Reid, forsetafrú.

Rúmlega sautján þúsund einstaklingar hafa lesið inn rúmlega 73 þúsund mínútur frá því að söfnun hófst. Áhersla er lögð á að safna röddum barna og ungmenna, enda hafa þær annað tíðnisvið en raddir fullorðinna. Þá er einnig lögð áhersla á að safna röddum fólks erlendum uppruna.

Myndin er af vef RÚV.