Almannarómur semur við SÍM

Almannarómur og Samstarf um íslenska máltækni (SÍM) skrifuðu undir nýjan samstarfssamning þann 1. október síðastliðinn. SÍM er rannsóknar- og þróunarhópur sem samanstendur af fyrirtækjum og stofnunum og sér um framkvæmd máltækniáætlunar hins opinbera, undir stjórn Almannaróms. Samkvæmt nýja samningnum mun Almannarómur veita 386 milljónum til uppbyggingu í máltækni þetta árið.

Samstarfið verður með sama hætti nú á þriðja ári áætlunarinnar og hin tvö fyrri en árið 2019 var framkvæmd máltækniáætlunar ýtt úr vör.

Aðgengi allra að afurðum máltækniáætlunarinnar hefur ávallt verið í fyrirrúmi. Með þessu fjármagni er tryggt að SÍM geti áfram séð atvinnulífi og öðrum aðilum fyrir opnum gögnum til að smíða lausnir sem gerir almenningi kleift að tala íslensku við tækin okkar. Máltækniáætlun er á fjárlögum hins opinbera og er hluti af stjórnarsáttmála fyrrum ríkisstjórnar.

Á myndinni eru fullltrúar SÍM og stjórnar Almannaróms að aflokinni undirskrift.