Almannarómur tilnefndur til UT-verðlaunanna

Almannarómur er tilnefndur til UT-verðlauna SKÝ vegna afreka á árinu 2021, í flokkinum UT-Stafræna þjónustan 2021. Flokkurinn er ætlaður lausnum sem skara fram úr og einfalda daglegt líf fólks.

Í tilkynningu frá SKÝ um tilnefningar til verðlaunanna í ár segir meðal annars:

„Árið 2021 gaf Almannarómur út fjölda máltækniafurða sem fjöldi fyrirtækja og stofnanir eru nú þegar byrjuð að nýta til að bæta þjónustu við sína viðskiptavini. Þá hefur ýmis þjónusta sem nýtist öllum í daglegu lífi litið dagsins ljós, svo sem yfirlestur.is, velthyding.is og sjálfvirk textun í rauntíma á tiro.is. Almannarómur hefur jafnframt náð miklum árangri með lýðvirkjun (crowdsourcing) með söfnun raddgagna í þágu hugbúnaðarþróunar í gegnum vefinn samromur.is en þar hafa 28 þúsund einstaklingar hafa lesið ríflega 2.8 milljónir setninga á íslensku - og þannig búið til eitt stærsta opna raddgagnasafn í heimi.“

Almannarómur er í góðum hópi einnig eru tilnefnd syslumenn.is og CERT-ÍS. Vinningshafar verða tilkynntir á verðlaunahátíð í lok UTmessunnar miðvikudaginn 25. maí á ráðstefnu- og sýningardegi fyrir fagfólk. Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin.

Sjá dagskrá UTmessunnar 2022