Tölum um framtíðina: Máltækni í atvinnulífi og samfélagi

Atvinnulífsráðstefna Almannaróms og Samtaka atvinnulífsins verður haldin miðvikudaginn 11. maí kl. 14:30-16:30 í Silfurbergi í Hörpu.

Á ráðstefnunni flytja ávörp innlendir og erlendir sérfræðingar í máltækni auk fulltrúa atvinnulífsins. Fjörugar pallborðsumræður taka einnig stóran hluta dagskrárinnar.

Aðgangur er öllum opinn en beðið er um að gestir skrái sig til að hægt sé að áætla fjölda. Skráning er hér fyrir neðan.

Ráðstefnunni verður jafnframt streymt á þessum síðum:

Dagskrá

Máltækni í nútíð og framtíð - ávarp

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms 

Íslenskan í alþjóðlegum tækniheimi - ávarp

Xuedong Huang, Technical Fellow and Chief Technology Officer Azure AI, Microsoft  

Mikilvægi íslenskunnar í atvinnulífi og samfélagi - pallborð
  • Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra 
  • Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
  • Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Eyrir Venture Management og formaður stjórnar Almannaróms
AI and Language Learning - ávarp

Steven C. Toy, forstjóri Memrise 

Íslenska sem annað mál - pallborð
  • Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus
  • Eydís Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Tiro
  • Gamithra Marga, stofnandi TVÍK  
  • Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs
  • Örn Úlfar Sævarsson, hugmyndasmiður og spurningahöfundur og formaður fulltrúaráðs Almannaróms
Betri þjónusta með gervigreind og máltækni - pallborð
  • Anna Björk Nikulásdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Grammateks ehf.
  • Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar
  • Erla Ósk Ásgeirsdóttir, forstöðumaður mannauðsmála hjá The Reykjavík Edition
  • Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, Samtökum atvinnulífsins
Máltækni í daglegu lífi - pallborð
  • Aðalsteinn Stefánsson, hönnuður á upplýsingatæknisviði Íslandsbanka
  • Vilhjálmur Þorsteinsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Miðeindar ehf.
  • Ragnheiður H. Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Magga ehf. og stjórnarmaður Almannaróms
Getur máltækni tryggt mannréttindi? - pallborð
  • Kolbrún Eir Óskarsdóttir, móðir drengs sem nýtir máltækni á hverjum degi í alla tjáningu
  • Hrönn Birgisdóttir, Iðjuþjálfi og sérfræðingur á velferðasviði hjá Öryggismiðstöð Íslands
  • Gunnar Thor Örnólfsson, sérfræðingur í talgervingu hjá Háskólanum í Reykjavík
  • Hlynur Þór Agnarsson, aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins
  • Björgvin Ingi Ólafsson, meðeigandi hjá Deloitte og stjórnarmaður Almannaróms
Máltæknivegferð Símans - ávarp

Orri Hauksson, forstjóri Símans 

Lokaorð 

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir Máltækniverðlaunin 2022.

Léttar veitingar.

Skráning