„Fólk vill tala við tækin á íslensku“

Nýtt íslenskt smáforrit, Embla, sem svarar spurningum á íslensku er væntanlegt í snjallsíma. Einn hönnuðanna segir fólk vilja geta talað við tækin sín á íslensku.

Katla Ásgeirsdóttir, markaðsfulltrúi Miðeindar, greindi frá Emblu, fyrsta smáforritinu sem skilur íslensku í viðtali við RÚV.

Embla talar íslensku og hún veit ansi margt. Hún þekkir til dæmis opnunartíma verslana, skipulag strætó, þekkir fólk og fyrirbæri, svo getur hún reiknað einföld reikningsdæmi.