Um Almannaróm

Almannarómur er sjálfseignarstofnun sem mun standa að smíði máltæknilausna fyrir íslensku. Undirbúningur að stofnun félagsins hófst árið 2013. Stofnfundur Almannaróms var haldinn í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 5. júní 2014 og Skipulagsskrá Almannaróms var staðfest 14. nóvember 2014 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 28. nóvember 2014.

Tæknilausnir Almannaróms verða opnar öllum stofn- og styrktaraðilum, íslensku atvinnulífi og almenningi til góða.

Markmið Almannaróms

Markmið sjálfseignarstofnunarinnar eru tvíþætt, annars vegar að auka samkeppnisfærni íslenskra fyrirtækja og hins vegar að auka mannréttindi og bæta samfélagið. 
Almannarómur mun vinna að markmiðum sínum með því að tryggja að íslenskan standi jafnfætis öðrum tungumálum í tækniheiminum með því að skapa og þróa íslensk máltæknitól eins og talgreini, vélrænar þýðingar, fyrirspurnarkerfi, samræðukerfi, talgervla, stafsetningar- og málfarsleiðbeiningar.

Almennt um máltækni

Tækniframfarir þar sem talmál er notað í samskiptum við tölvubúnað hafa verið örar undanfarið. Slíkar tæknilausnir eru hins vegar fyrst og fremst til fyrir ensku og önnur erlend mál sem margir tala. Verði íslenskan útundan í þessari tækniþróun mun það skerða mannréttindi Íslendinga og minnka samkeppnisfærni íslenskra fyrirtækja. Almannarómur, félag um máltækni, hefur verið undirbúið til að snúa við þessari þróun með því að standa fyrir smíðið máltæknilausna fyrir íslensku. 
Máltæknilausnir bæta mannréttindi þeirra sem hafa aðgang að þeim þar sem þær lækka tungumálaþröskulda, auka möguleika til mennta, veita betra aðgengi að upplýsingum, gera fólki kleift að taka virkari þátt í atvinnulífi og veita fjölbreyttari afþreyingarmöguleika.
Máltæknilausnir auka samkeppnisfærni fyrirtækja með því að auka framleiðni með nýjustu tækni og stærðarhagkvæmni, fjölga nýsköpunartækifærum, veita tækifæri til að besta ferla, veita aukin gæði og áreiðanleika í þjónustu.

Taktu þátt!

Þú eða stofnun þín eða fyrirtæki getur orðið félagi í Almannarómi með því að hafa samband við okkur. Sendu skilaboð eða pantaðu símtal með því að nota formið hér að neðan, þú getur líka verið í sambandi við einhvern stjórnarmanna  stjórnina

Hafðu samband

Sendi skilaboð...

Takk fyrir! Skilaboðin hafa verið send.

Úps, eitthvað fór úrskeiðis! Er allt rétt slegið inn?

Senda póst

Panta símtal

Við erum á